Aðeins 1-2 mál berast Úrskurðarnefnd ISNIC árlega, en undanfarið hefur borið nokkuð á aukningu svokallaðra „abusive domain registration“, þar sem lén virðast fyrst og fremst skráð í annarlegum tilgangi. Of tímafrekt og kostnaðarsamt þykir að þrjá nefndarmenn þurfi til að úrskurða í „einföldum“ deilum um nýskráð lén.
ISNIC bendir á að dómar við héraðsdómstóla eru felldir af einum dómara og að Úrskurðarnefnd ISNIC, sem aðeins er n.k. gerðardómur, úrskurðar eingöngu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Sjá nánar Reglur um Úrskurðarnefnd léna.