Á árunum 1990-2010 gengust RIPE samtökin RIPE samtökin fyrir mánaðarlegri talningu á vélum sem skráðar eru í þjóðarlén innan þjónustusvæðis síns (Evrópa, Norður-Afríka og víðar). Hér á Íslandi var það Internet á Íslandi hf. sem sá um þessa talningu. Þessum talningum var hætt árið 2010 þar sem nákvæmi þeirra var orðinn lítil, og ISNIC hafði hætt að krefjast aðgangs að gögnum ..is léna sem nauðsynlegur var til að geta framkvæmt talninguna.
Gögnin sem hér eru birt eru úr síðustu slíkum mælingum og eru einungis birt hér af sögulegum ástæðum. Þetta er sem sagt augnabliksmynd af ástandinu eins og það mældist í síðustu mælingunni sem gerð var árið 2010.
Íslenskir netþjónustuaðilar hafa fengið úthlutað samtals 554598346525669977783982358528
IPv6-vistföngum eða um það bil
1.74 yotta vistfangi á hvern íbúa landsins.
Sjá
lista yfir íslensk AS númer og tilsvarandi IP tölur
hjá RIX.
Í síðustu lénatalningu var reynt að telja tölvur í 27234 lénum. Þar af tókst talning í 22263 lénum og í þeim fundust samtals 642939 færslur.
Þær skiptust svona:
Fjöldi | Tegund færslu |
383282 | A |
115361 | NS |
44922 | MX |
43707 | CNAME |
44526 | SOA |
436 | HINFO |
9420 | TXT |
499 | LOC |
234 | SRV |
15 | RP |
30 | PTR |
74 | AAAA |
Samtals 357033 tæki skráð, þar af 67221 tvítalið, (þ.e. í fleiri en einu léni eða sama tækið skráð oftar en einu sinni). Heildarfjöldi skráðra véla er þvi 289812
Lénin flokkuð í stærðarflokka:
Fjöldi | Flokkur |
11072 | tóm lén (ekkert tæki skráð) |
10593 | lítil lén (1-10 tæki skráð) |
492 | miðlungs (11-100) |
79 | stór (101-1000) |
27 | mjög stór (>1001) |
Eftirfarandi lén höfðu flestar tölvur innan sinna vébanda við síðustu mælingu. Athugið að þetta segir lítið um "stærðir" viðkomandi fyrirtækja. Ýmsar útfærslur eru mögulegar sem breyta þessum mælingum. Hægt er að forskrá fjölda tækja sem þá teljast með án þess að vera í raun í notkun, og í mörgum tilfellum eru stór innri net fyrirtækja sýnileg sem örfáar skráðar IP tölur.
Tækjafjöldi | Lén |
78917 | simnet.is |
71019 | xdsl.is |
46075 | hive.is |
13850 | hi.is |
8889 | in.is |
8414 | hysing.is |
6226 | mmedia.is |
4122 | skyrr.is |
3078 | heimsnet.is |
2984 | isafjordur.is |
2493 | basis.is |
2387 | islandia.is |
2190 | vortex.is |
1954 | fsnet.is |
1757 | nwc.is |
1639 | skima.is |
1621 | snerpa.is |
1545 | isholf.is |
1270 | plusnet.is |
1022 | unak.is |
965 | bifrost.is |
797 | nh.is |
789 | mbl.is |
762 | talnet.is |
747 | itn.is |
722 | lhi.is |
681 | eyjar.is |
627 | linanet.is |
587 | aknet.is |
567 | hafro.is |
À myndinni hér að neðan sést þróun í fjölda nettengdra tækja sem talinn hafa verið innan .IS lénsins frá því að slíkar talningar hófust. Fyrsta opinbera talningin á vegum RIPE í Evrópu var í október 1990 og þá voru 14 tölvur skráðar á Íslandi. Þegar talningum var hætt voru tæpar 300 þús tölvur skráðar undir höfuðléni .is.